Góð þátttaka á Meistaramóti 11-14 ára í Vik um helgina

Flestir keppendur eru skráðir í langstökk 13 ára stúlkna, eða 42 keppendur. Þá eru 38 skráðar í 100 m hlaup sama aldursflokks, 29 í spjótkast og 23 í hástökk í 13 ára flokknum. Nokkuð virðist halla á skráningu stráka á þessu mót og virðast stúlkurnar vera orðnar fleiri á þessu móti, ef marka má skráningarnar eins og þær standa núna.
 
Frekari upplýsingar birtar innan tíðar á mótaforritinu hér.

FRÍ Author