Góð þátttaka á 67. Vormóti ÍR á morgun

67. Vormót ÍR fer fram annað kvöld á Laugardalsvelli. Skráningu er nú lokið og eru 124 keppendur skráðir í mótið, sem hefst kl. 20:00 og stendur til um kl. 22.
 
Keppt verður í eftirfarandi greinum:
Karlar: 100m, 400m, 800m, 3000m (Kaldalshlaupið), 110m gr., 400m gr., 4x100m, langstökki, spjótkasti og kringlukasti.
Konur: 100m, 200m, 400m, 1500m, 400m gr., 3000m hi, 4x100m, 3x800m, þrístökki, hástökki, stangarstökki, spjótkasti og sleggjukasti.
 
Þetta er síðasta mót áður en landsliðs Íslands fyrir Evrópubikarkeppnina í Sarajevo 20.-21. júní verður valið og því má búast við spennandi keppni í mörgum greinum á morgun og er þátttakan einnig mjög góð.
 
Að loknu móti býður frjálsíþróttadeild ÍR öllum keppendum og gestum í grillveislu að venju.

FRÍ Author