Góð opnun hjá Ásdísi á JJ móti Ármanns

Hilmar Örn Jónsson úr ÍR heldur uppi uppteknum hætti og bætir met sín í sleggjuasti, nú með 5 kg sleggjunni í flokki 16-17 ára, en hann kastaði 71,62 m í kvöld. Vigdís Jónsdóttir úr FH bætti sama met í 16-17 ára flokki stúlkna, en hún kastaði 49,29 m með 3 kg sleggju.
 
Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR sigraði í 100 m hlaupin á 11,11 sek., en Ingi Rúnar Kristinsson Breiðabliki varð annar á 11,21 sek., skammt á undan fótfráasta þingmanni landsins a.m.k. Haraldi Einarssyni HSK sem kom í mark á 11,24 sek.
 
Úrslit mótsins er hægt að sjá í Mótaforriti FRÍ hér: http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/urslitib2052D1.htm 

FRÍ Author