Góð byrjun hjá Helgu Margréti

Helga Margrét vann sinn riðil í 100 m grindarhlaupi í fyrstu grein sjöþrautarinnar í morgun. Hún hljóp á 14,36 sek. sem gefa 928 stig og er í 4. sæti sjöþrautarkeppninnar eftir fyrstu grein. Helga Margrét á hins vegar sterkar greinar eftir í dag, bæði 200 m hlaup, kúluvarp og hátökk.
 
Tuttugu stúlkur frá 13 löndum hófu keppni í morgun í sjöþrautinni.
 
Hægt er að fylgjast með þróun keppninnar á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Evrópu:
 
http://www.sportresult.com/sports/la/framework/eaa2.asp?event_id=10000100000095&comp_id=47224&module=competition&show=RL&lang=en

FRÍ Author