Góð byrjun hjá Ásdísi í Arles

Ásdís átti þrjú önnur góð köst. 58,88 m, 57,96 m og 57,50 m. Þetta er því góð opnun hjá Ásídsi á fyrsta móti ársins. Íslandsmet Ásdísar er 61,37 m, sett í fyrra og lofar þessi opnum því góðu fyrir sumarið.
 
Sigurvegari í spjótkastinu var Martina Ratej frá Slóveníu, en hennar lengsta kast var 65,96 m. Í öðru sæti var rússnenska konan Mariya Abakumova með 65,21 m og þriðja varð Linda Stahl frá Þýskalandi með 60,65 m.
 
Óðinn Björn Þorsteinsson úr FH keppti í gær í kúluvarpi karla og kastaði best 17,56 m, sem er hins vegar nokkuð frá hans besta árangri, sem er 19,24 m.

FRÍ Author