Glæsilegur árangur hjá Frjálsíþróttadeild UMF. Selfoss á Gautaborgarleikunum

Hákon Birkir Grétarsson vann til silfurverðlauna í 80 mtr. grindahlaupi í flokki 14 ára, á nýju Ísl.meti., 11,88 sek.
 
Helga Margrét Óskarsdóttir vann til gullverðlauna í spjótkasti í flokki 15 ára, kastaði 39,37 mtr. Kastað var 500 gr. spjóti í þessum flokki á mótinu en á Íslandi er kastað 400 gr. spjóti í þessum aldursflokki.
 
Vilhelm Steindórsson vann til bronsverðlauna í spjótkasti í flokki 14 ára, kastaði 43,17 mtr
 
Tryggvi Þórisson vann til silfurverðlauna í hástökki, í flokki 14 ára, stökk 1,67 mtr.
 
Hildur Helga Einarsdóttir vann til bronsverðlauna, í spjótkasti, í flokki 14 ára, kastaði 37,59 mtr. Kastað var 500 gr. spjóti í þessum flokki á mótinu en á Íslandi er kastað 400 gr. spjóti í þessum aldursflokki.
 

FRÍ Author