Íslensku keppendurnir þrír bættu sig öll á Heimsmeistaramótinu í 1/2 maraþoni sem lauk rétt í þessu í Valencia á Spáni. Elín Edda Sigurðardóttir bætti sinn besta tíma um 5 sekúndur þegar hún kom í mark á tímanum 1;21:20 klst. Með þessu árangri náði hún 104 sæti.
Andrea Kolbeinsdóttir bætti sinn fyrri árangur verulega og hljóp önnur íslenskra kvenna undir 80 mínútna markinu þegar hún kom í mark í 99 sæti á tímanum 1;19:46 klst. Þess má til gamans geta að þjálfari hennar og fararstjóri hópsins Martha Ernstsdóttir á nú ein betri tíma sem jafnframt er íslandmet og er 1;11,40 klst. Flottur árangur hjá stelpunum en alls voru 122 keppendur í kvennaflokki.
Arnar Pétursson hljóp einnig mjög vel og bætti sig þegar hann kom í mark á tímanum 1;07:29 klst. og endaði í 117 sæti af 160 keppendum.
Við óskum þeim innilega til hamingju með glæsilegan árangur, framtíðin er björt.