Glæsilegt Íslandsmet hjá Helgu Margréti í sjöþraut í Prag.

Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni hlaut 5524 stig og bætti Íslandsmetið í sjöþraut kvenna um 122 stig. Gamla metið var 5402 stig en það setti Kristín Birna Ólafsdóttir, ÍR árið 2006. Úrslit greina í dag: Langstökk 5,57 m v 2,2 (720)Spjótkast 39,62 m.(660) og 800 m. 2:19,08 (836). Glæsilegur árangur hjá Helgu Margréti sem verður 17 ára seinna á árinu. Hún varð í 7. sæti af 13 keppendum sem luku keppninni, en mótið var feykisterkt. Frjálsíþróttasambandið óskar þeim Helgu og félögum hennar í Ármanni, þjálfara hennar í ferðinni Guðmundi Hólmari Jónssyni og þjálfara hennar Stefáni Jóhannssyni til hamingju með þennan glæsilega árangur.

FRÍ Author