Glæsilegt 20. Stórmóti ÍR um helgina – metþátttaka og alls 734 persónuleg met – þar af þrjú aldursflokkamet FRÍ.

 
 Sigurvegurum í keppnisgreinum fyrsta Stórmóts ÍR, sem haldið var 1997, var sérstaklega boðið til mótsins og þeir íþróttamenn heiðraðir sérstaklega á mótinu. Þetta voru þau Vala Flosadóttir sem setti heimsmet unglinga á fyrsta mótinu, Jón Arnar Magnússon sem sigraði í þríþraut, Þórdís Gísladóttir sem sigraðir í hástökki, Ólafur Guðmundsson og Guðný Eyþórsdóttir sem sigruðu í 50m hlaupum. Jóna Þorvarðardóttir aldursforseti sjálfboðaliðanna sem störfuðu við mótið hlaut sjálfboðaliðabikarinn sem gefinn var af Dóru Gunnarsdóttur til minningar um Katrínu Atladóttur. Þá voru Áslaug Ívarsdóttir, Oddný Árnadóttir, Friðrik Þór Óskarsson, Gunnar Páll Jóakimsson, Þórdís Gísladóttir og Þráinn Hafsteinsson heiðruð fyrir ómetanlegt framlag til Stórmóta ÍR en þau hafa öll starfað við framkvæmd mótanna frá upphafi.
 
Sjónvarpsþáttur á RUV um Stórmót ÍR
Ríkissjónvarpið vinnur nú að gerða sjónvarpsþáttar um sögu mótsins. Samúel Örn Erlingsson og aðstoðarmenn mynduðu keppnina um helgina og tóku fjölda viðtala. Þátturinn verður sýndur á næstu vikum á RUV og verður blanda af nýju og eldra efni.
 
Að halda frjálsíþróttamót svo vel fari með 900 þátttakendum frá 34 félögum þar sem keppt er í 86 keppnisgreinum á tveimur dögum er stórvirki. Þetta var allt gert mögulegt af ríflega 130 starfsmönnum og dómurum úr röðum ÍR-inga sem unnu á 250 fjögurra tíma vöktum. Glæsilegt mótt og ÍR-ingum til mikils sóma.
 
Féttin er unnin og endursögð upp úr frétt á heimasíðu ÍR.

FRÍ Author