Gísli jafnaði sveinametið í stangarstökki, stökk 4,01 metra

Gísli Brynjarsson, 16 ára sveinn úr Breiðabliki jafnaði sveinamet Stefáns Árna Hafsteinssonar ÍR í stangarstökki sl. laugardag þegar hann stökk yfir 4,01 metra á móti í Falun í Svíþjóð.
Gísli átti best fyrir 3,90m innanhúss og 3,92m utanhúss, en sá árangur hans er gildandi sveinamet utanhúss.
Gísli hefur dvalið við nám og æfingar við íþróttmenntaskólann í Falun í vetur ásamt tveimur öðrum unglingum frá frjálsíþróttadeild Breiðabliks, en þau Guðrún María Pétursdóttir landsliðskona í hástökki og Jón Kristófer Sturluson hafa einnig dvalið í Falun í vetur. Guðrún María keppti í hástökki á sama móti og stökk 1,65 metra og Jón Kristófer hljóp 60m á 7,60 sek.
 
Heimild: www.frjalsar.net

FRÍ Author