Gífurlega góð opnum hjá Gerd Kanter

Þetta er besta byrjun nokkurs kastara í kringlukasti sem vitað er um, og fimmta besta Kanters frá upphafi, ásamt því að vera 11. besti árangur sögunnar.
 
Kanter átt þrjú önnur köst yfir 67 metra svo þetta kast var ekki tilviljun ein. Sería hans var sem hér segir: 67,98 m, 61,98m, 65,81m, 67,15m, 71,45m, 67,05.
 
Kanter er með fleiri íþróttamönnum, sem Vésteinn þjálfar, staddur í Kaliforníu við æfingar og undirbúning fyrir keppnistímabilið, en hápunktur þess verður Evrópumeistaramótið í Barcelona í lok júlí.

FRÍ Author