Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sigraði 400 m hlaup kvenna á tímanum 54,17 s. Hafdís náði einning þeim árangri að verða önnur í 100 m hlaupi kvenna. Hún hljóp í undanrásunum á tímanum 12,05 s og í úrslitum á 12.10 s. Sigurvegari var Julia Skugge frá Svíþjóð en hún hljóp á tímanum 11,86 s. Í langstökki endaði Hafdís í 4.sæti en hún stökk 5,98m.
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR sigraði á nýju Íslands- og mótsmeti í 400 m hlaupi 17 ára stúlkna er hún kom í mark á tímanum 55,21 s. Íslandsmetið setti hún í flokki 16 – 17 ára stúlkna en sjálf er hún 16 ára gömul.
Trausti Stefánsson úr FH átti einnig stórgott 400 m hlaup í karlaflokki þegar hann kom fjórði í mark á nýju persónulegu meti, 47,73 s.
Hilmar Örn Jónsson úr ÍR sigraði í sleggjukasti 17 ára pilta þegar hann kastaði 5 kg sleggjunni 65,68 m en hann sigraði einnig kúluvarpið í flokki 16 ára pilta á nýju Íslands- og mótsmeti, 17,52 m (5 kg). Íslandsmetið í kúluvarpi setti Hilmar Örn í flokki 16 – 17 ára pilta.
Heimasíða mótsins er þessi: http://vuspelen.web.surftown.se/ en þar má finna öll úrslit.