Gautaborgarleikar

Hafdís Sigurðardóttir UFA vann langstökk kvenna með stökk uppá 6,20m. Haf­dís bætti um þarsíðustu helgi eigið Íslands­met í lang­stökki þegar hún stökk 6,41 metra í Evr­ópu­keppni landsliða í frjálsíþrótt­um í Tbl­isi í Georgíu. Hún á þó lengst 6,45 metra inn­an­húss, sem er jafn­framt Íslands­met inn­an­húss.

Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA og Jóhann Björn Sigurbjörnsson UMSS kepptu báðir í 200 og 400m, Jóhann fór síðan einnig í 100m. Þeir áttu mikla baráttu í og voru hnífjafnir. Jóhann rétt missti af gullinu í 100m með tímann 10,78sek í flokki 19 ára. Í 400m náði Kolbeinn sigrinum í 19 ára flokknum með tímann 48,58sek. Jóhann varð annar á tímanum 49,22sek. Í 200m hlupu þeir í sitthvorum riðlinum en náðu samt að vera alveg jafnir, Jóhann náði 2.sæti í 19 ára flokknum á tímanum 21,60sek og Kolbeinn varð þriðji á tímanum 21,61sek. Þeir eru í feiknaformi og verður gaman að sjá þá keppa í Mannheim um næstu helgi við ennþá sterkari stráka. Miklar bætingar í loftinu.

Þórdís Eva Steinsdóttir FH bætti Íslands­metið í 800 metra hlaupi stúlkna í ald­urs­flokki 14 ára og yngri þegar hún hljóp á 2:14,11 mín og náði fyrsta sætinu. Metið átti áður móðir hennar Súsanna Helgadóttir síðan 1983, tíminn hennar var 2;15,77mín. Þessi tími er einnig mótsmet sem má teljast mjög góður árangur. Hún keppti einnig í 300m og vann hún þá grein á tímanum 40,46 sek og bætti þar með eigið Íslandsmet um rúma sekúndu í 14 og 15 ára flokkum. Hún keppti einnig í 80m grind og nældi sér þar í brons á tímanum 12,06sek. Frábær íþróttastelpa hér á ferð.

Styrm­ir Dan Stein­unn­ar­son úr HSK gerði sér lítið fyr­ir og bætti Íslands­metið í há­stökki í flokki 15 ára og yngri þegar hann fór yfir 194cm. Styrm­ir vann keppn­ina í sín­um ald­urs­flokki og stökk 12 senti­metr­um lengra en næsti kepp­andi á eft­ir.Þar með bætti Styrm­ir 36 ára gam­alt Íslands­met í ald­urs­flokkn­um um einn senti­metra, en fyrra metið átti Stefán Þór Stef­áns­son og var það frá ár­inu 1978.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR keppti í flokknum 13 ára stúlkna og náði 3. sæti í 200m á tímanum 26,55 sek. Hún er í mikilli framför og var nálægt því að fá brons í langstökkinu er hún fór 5,27m og bætti sig þar um 21 sm.

Hér má sjá öll úrslit af mótinu og erfitt að skrá niður í eina frétt öll úrslit. En frábær árangur af mótinu og flott framtíð sem við eigum í frjálsum.

FRÍ Author