Gaflarinn 2016

Mjög góður árangur náðist á mótinu og var keppnisgleðin allsráðandi. Eitt aldursflokkamet var sett á mótinu en það gerði Róbert Thor Valdimarsson FH í 400m hlaupi í flokki 12 ára þegar hann hljóp á tímanum 59,51 sek, en fyrra met var 60,42 sek í eigu Kristjáns Þórs Sigurðssonar ÍR frá árinu 2008. Margar persónulegar bætingar litu dagsins ljós en 117 keppendur bættu sinn besta árangur í 236 greinum. Keppendur frá Suðurlandi settu sterkan svip á mótið með fjölmennu liði og góðum árangri.
 
Frjálsíþróttadeild FH þakkar öllum keppendum, foreldrum sem og starfsmönnum og sjálfboðaliðum fyrir ánægjulegt mót og hlakkar til mótsins að ári.
Share on FacebookShare on Google+Tweet about this on TwitterShare on LinkedIn

FRÍ Author