Fyrri degi Meistarmóts Íslands lokið

 Mark W Johnson, ÍR, sigraði stangarstökk karla þegar hann vippaði sér yfir 5m.
Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni, sigraði kúluvarp kvenna en hún kastaði kúlunni 13,89m.
Örn Davíðsson úr FH sigraði kúluvarp karla með kast uppá 15,29m.
Bjarni Már Ólafsson, HSK/Umf. Selfoss, sigraði þrístökk karla en hann stökk 13,76m og bætti sinn besta árangur um 18cm.  Bjarni Malmquist Jónsson, FH, stökk sömu vegalengd en endar þó í öðru sæti þ.s næst lengsta stökk Bjarna Más var 1cm lengra en næst lengsta stökk Bjarna Malmquist.  
Fjóla Signý Hannesdóttir, HSK/Umf. Selfoss, sigraði hástökk kvenna en hún stökk yfir 1,67m og bætti í leiðinni sinn besta árangur í greininni um 2cm.
Björn Margeirsson, UMSS, sigraði 1500m hlaup karla en hann kom í mark á tímanum 4:13,30s.
Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni, sigraði 1500m hlaup kvenna á tímanum 4:51,42s
Óli Tómas Freysson, FH, sigraði 60m hlaup karla á tímanum 7,02s.
 
Eftir fyrri keppnisdag leiðir ÍR stigakeppnina bæði í karla og kvennaflokki.
 
 
Myndina með fréttinni tók Gunnlaugur Júlíusson af Hafdísi Sigurðardóttur á Reykjavík International Games fyrr á þessu ári.

FRÍ Author