Frjálsíþróttavöllurinn á Sauðárkróki var byggður fyrir 24. Landsmót UMFÍ árið 2004. Mikill og stór hópur eldri ungmennafélaga mætti á Landsmótið. Þátttakendur voru 1560 talsins og það má áætla að um 12.000 manns hafi komið og fylgst með keppni og öðrum viðburðum sem boðið var upp á.
UMSK fór með sigur í heildarstigakeppni mótsins með alls 1986 stig og rúmlega tvö hundruð stigum á undan UMSS sem varð í öðru sæti. Í þriðja sæti voru HSK-menn með 1653 stig.
UMSK fór með sigur í heildarstigakeppni mótsins með alls 1986 stig og rúmlega tvö hundruð stigum á undan UMSS sem varð í öðru sæti. Í þriðja sæti voru HSK-menn með 1653 stig.
Frjálsíþróttakappinn Jón Arnar Magnússon, sem keppti fyrir UIMSK á þeim tíma, var stigahæsti keppandi mótsins með 49 stig. Frjálsíþróttakonan Vilborg Jóhannsdóttir UMSS hlaut 41 stig.
12. Unglingalandsmót UMFÍ var svo haldið vellinum í ár og mótshald til mikillar fyrirmyndar. Ætla má að yfir 10.000 manns hafi komið á Krókinn þessa Verslunarmannahelgina.
Upplýsingar frá UMFÍ
Heildarúrslit.
- Varmárvöllur
- Vilhjálmsvöllur
- Sauðárkróksvöllur
- Þorlákshafnarvöllur
- Kópavogsvöllur
- Laugardalsvöllur
- Laugavatnsvöllur
- Víkurvöllur
- Sindravöllur
- Þórsvöllur
- Borgarnesvöllur
- Laugavöllur
- Kaplakriki