Frjálsíþróttaveisla í Laugardalnum um helgina – um 700 keppendur

Það er frjálsíþróttadeild ÍR sem er framkvæmdaðili Stórmóts ÍR, en Reykjavík International er samstarfsverkefni Frjálsíþróttasambandsins og Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur.
 
Búið er að setja inn tímaseðill og keppendalista fyrir Reykjavík International í mótaforritinu, en verið er að vinna í uppsetningu á Stórmóti ÍR.
 
Mótið er liður í íþróttahátíð í Laugardalnum um helgina, sem níu íþróttagreinar taka þátt í og kemur ÍBR og Reykjavíkurborg að skipulagi mótahaldins s.s. með veglegri opnunarhátíð í Laugardalslaug annað kvöld og sameiginlegri lokahátíð í Laugardalshöll á sunnudagskvöld kl. 20:00. Sjá nánari upplýsingar um hátíðina á www.ibr.is

FRÍ Author