Það er frjálsíþróttadeild ÍR sem er framkvæmdaðili Stórmóts ÍR, en Reykjavík International er samstarfsverkefni Frjálsíþróttasambandsins og Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur.
Búið er að setja inn tímaseðill og keppendalista fyrir Reykjavík International í mótaforritinu, en verið er að vinna í uppsetningu á Stórmóti ÍR.
Mótið er liður í íþróttahátíð í Laugardalnum um helgina, sem níu íþróttagreinar taka þátt í og kemur ÍBR og Reykjavíkurborg að skipulagi mótahaldins s.s. með veglegri opnunarhátíð í Laugardalslaug annað kvöld og sameiginlegri lokahátíð í Laugardalshöll á sunnudagskvöld kl. 20:00. Sjá nánari upplýsingar um hátíðina á www.ibr.is