Frjálsíþróttaþing FRÍ fer fram í Kópavogi í lok mars

Frjálsíþróttaþing FRÍ verður haldið í Kópavogi dagana 23. og 24. mars 2018.
Nákvæm staðsetning og tímasetning verður auglýst þegar nær dregur.
Allar ályktunartillögur og tillögur að breytingum á reglugerðum sem óskað er eftir að verði teknar fyrir á þinginu skulu berast skrifstofu FRÍ í síðasta lagi 2. mars eða þremur vikum fyrir þing.
Allar lagabreytingartillögur og tillögur að breytingum á keppnisreglum skulu hafa borist FRÍ í síðasta lagi 23. febrúar eða fjórum vikum fyrir þing.
Á þinginu sitja fulltrúar frá þeim aðilum, sem mynda FRÍ. Fulltrúafjöldi hvers íþróttahéraðs fer eftir tölu virkra frjálsíþróttaiðkenda, þ.a. fyrir allt að 50 iðkendur komi tveir fulltrúar og síðan einn fyrir hverja 50 eða brot úr 50 upp í allt að 200 og þá einn fyrir hvert heilt hundrað þar fram yfir. Íþróttabandalagið/héraðssambandið getur tekið sér einn fulltrúa af þeim fulltrúafjölda sem til héraðsins reiknast.