Í lok námskeiðsins fá öll ungmennin viðurkenningarskjal til staðfestingar um þátttökuna. Skólinn hefur fengið eindæma góð viðbrögð og ungmennin hafa farið sátt heim eftir lærdómsríka, krefjandi en umfram allt skemmtilega viku.
Skólinn gegnir mikilvægu hlutverki í að opna augu ungmenna fyrir ágæti íþróttaiðkunar og styðja fjölmargar rannsóknir þá fullyrðingu að ungmenni sem stunda íþróttir leiðast síður út í óreglu síðar á lífsleiðinni. Síðast en ekki síst öðlast ungmennin tækifæri til að kynnast hvert öðru og mynda tengslanet og auka hæfni sína í mannlegum samskiptum.
Í fyrra var skólinn full bókaður en við setjum hámarkið við 60 iðkendur. Skólinn á Selfossi 2015 var sá fjölmennasti sem haldin hefur verið frá upphafi. Nú þegar hafa borist margar skráningar og því um að gera að skrá barnið þitt strax.
Skráning fer fram í gegnum tölvupóst fjolasigny@gmail.com og agustat@hotmail.com
Pósturinn þarf að innihalda eftirfarandi:
Nafn
Heimilisfang
Staður
Kennitala (barns)
Sími
Netfang
Nafn forráðarmanns
Sími forráðarmanns
Annað sem gott er að vita-
Við erum búin að stofna Facebook hóp, þið getið séð hér. Þar getið þið fylgst með frjálsíþróttaskólanum á Selfossi.
Ef það eru einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband við okkur.