Frjálsíþróttasamband Íslands boðar til námskeiðs í dómgæslu í frjálsíþróttum

 Ekki þarf að taka próf ef einungis er ætlað að ná sér í réttindi greinadómara. Þess ber að geta að prófið að loknu námskeiði tekur að jafnaði um hálfa klukkustund og próftakar mega hafa með sér gögn. Námskeiðið hvort kvöld fyrir sig hefst kl. 18:30 og lýkur um eða upp úr kl. 22. Kennarar verða Þorsteinn Þorsteinsson, fyrra kvöldið, og Sigurður Haraldsson, seinna kvöldið. Námskeiðið verður haldið á 3. hæð í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal, Engjavegi 6. Þátttakendur geta skráð sig með tölvuósti til skrifstofu FRÍ, fri@fri.is.

FRÍ Author