Þorbergur Ingi Jónsson var kosin Íþróttamaður UFA 2015.

 • Þorbergur Ingi náði þeim einstaka árangri í íslenskri íþróttasögu að hafna í 9. sæti á heimsmeistaramóti í ofurhlaupi sem fram fór í Annesy í Frakklandi í maí 2015. Alls tóku 229 keppendur þátt á mótinu frá 37 löndum.
• Hann sigraði og setti glæsilegt brautarmet á Laugarveginum ( 3:59;13 klst.) á árinu og rauf þar með 4 klst. múrinn fyrstur manna á þeirri hlaupaleið.
• Þorbergur Ingi hafnaði í 39. sæti í hálfmaraþon í Berlín og nálægt Íslandsmeti í greininni.
• Hann sigraði í 3000m hlaupi á Meistaramóti Íslands innanhúss.
• Hann sigraði jafnframt í Þorvaldsdalsskokkinu á besta tímann sem náðst hefur í því hlaupi frá upphafi 1:47:12
• Þorbergur Ingi sýndi á árinu 2015 að hann er kominn í hóp bestu ofurhlaupara heims.
Ofurhlaup hefur verið hluti af viðurkenndum frjálsíþróttagreinum IAAF allt frá árinu 1988. Alþjóðasamtök fjallahlaupa voru stofnuð 1984 og árið 2002 voru fjallahlaup formlega skilgreind á þingi IAAF sem ein af keppnisgreinum frjálsíþrótta. Orðið ofurhlaup (e. „ultra running“) nær til allra hlaupa þar sem keppnisvegalengdin er lengri en maraþoni ( 42,195 km) og þá ýmist um að ræða hlaup í fjalllendi, öðrum utanvegabrautum eða á götum. Norðmenn voru fyrstir Norðurlandaþjóða til að kjósa ofurhlaupara frjálsíþróttamann ársins í sínu heimalandi.
 
Til þessa hafa frjálsíþróttamenn ársins fengið nafnbótina vegna árangurs í frjálsíþróttagrein sem keppt er í á Ólympíuleikum og þá fyrst og fremst vegna þess að árangur frjálsíþróttamanna í öðrum frjálsíþróttagreinum hafa ekki staðist hlutlægan árangurslegan samanburð við árangur íþróttamanna í hefðbundnum Ólympíugreinum. Á árinu 2015 kom upp ný staða hvað þann samanburð varðar. Þorbergur Ingi Jónsson hefur með árangri sýnum 2015 brotið blað í íslenskri frjálsíþróttasögu.
Keppnisgreinar í frjálsíþróttum á heimasíðu IAAF – sjá hér
Góð heilræði frá reynslumönnum í ofurhlaupum og fjallahlaupum – sjá hér
Alls 11 álitsgjafar komu að vali frjálsíþróttakonu og karls á árinu 2015.
Stjórn FRÍ óskar Þorbergi Inga Jónssyni innilega til hamingju með nafnbótina.
 
 

FRÍ Author