Frjálsíþróttahreyfingin í landinu efnir til Hausthappdrættis FRÍ nú í haust til að mæta aukinn þátttöku og miklum uppgangi í frjálsíþróttum.

Happdrættinu er ætlað að skapa öllum sambandsaðilum og félögum tækifæri til að afla fjár til að efla starfsemi sína og þjónustu í sinni heimabyggð og því mun veglegt hlutfall að hverjum seldum miða renna milliliðalaust til þeirra. Samkvæmt lögum um miðahappdrætti í landinu mun 1/6 af nafnvirði útgefinna happdrættismiða verða varið í vinninga og því verðmæti vinninga á sjöundu milljón króna. Hver miði mun kost kr. 1.500 og með hverjum seldum miða mun fylgja kaupaukamiði sem sparað getur þeim sem hann nýtir hærri upphæð en sem nemur verði happdrættismiðans.  Nánar verðu fjallað um Hausthappdrætti FRÍ á næstu dögum og vikum enda ráð fyrir gert að sala happdrættismiða geti hafist þann 1. september og að dregið verði 1. desember. FRÍ vill hvetja alla sambandsaðila til að skilgreina í sínum röðum þann hóp einstaklinga sem stýra munu sölu í hverju byggðalagi fyrir sig og hvetur alla til að nýta þau tækifæri sem gefast til að efla starf sitt svo mæta megi vorinu í frjálsum með glæsibrag á nýju ári. 
 
Það hefur ekki farið framhjá mörgum í landinu að uppgangur hefur verið mikill í frjálsíþróttum undangengin ár. Sem dæmi um stóraukinn meðbyr í frjálsum má nefna að nýjum iðkendum hefur fjölgað að meðaltali hátt í  10% ári milli ára síðastliðin 8 ára á höfuðborgarsvæðinu og svipaða sögu er að segja hjá félögum víða um land – ekki síst á Norðurlandi.  Sértaka athygli erlendis hefur vakið glæsileg frammistað okkar unga fólks í pilta og stúlknaflokkum og á fáa aldurshópa hallað þó Aníta Hinriksdóttir (800m hlaup), Hilmar Jónsson (sleggjukast),  Sindra Hrafns Guðmundsson (spjótkast), Arna Stefanía Guðmundsdóttur (sjöþraut) og Kolbeinn Höður Gunnarsson (spretthlaup) séu sérstaklega nefnd í þessu sambandi í flokki 19 ára og yngri. Þessir ungu íþróttamenn vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í sumar á HM U18 í Úkraínu og/eða  EM U20 á Ítalíu þar sem m.a. Aníta Hinriksdóttir vann til tvennra gullverðlauna. Og öll eiga þau eitt eða tvö ár eftir í flokki U20.  Nú þegar hafa þau Ásdís Hjálmsdóttir (spjótkast), Aníta Hinriksdóttir (800m hlaup) og Guðmundur Sverrisson (spjótkast) áunnið sér rétt til þátttöku á EM 2014 sem fram fer dagana 12-17 ágúst í Zurich í Sviss og fyrirsjáanlegt að hópurinn muni stækka á þeim 361 degi sem eru til stefnu. Verkefnastað frjálsíþróttahreyfingarinnar á árinu 2014 kallar á að átaki verði hrundið af stað til að efla allt frjálsíþróttastarf í landinu og því mikilvægt að allir taki virkan þátt í Hausthappdrætti FRÍ og nýti tækifærin til að efla sitt starf.

FRÍ Author