Frjálsíþróttahittingur 9.október

Laugardaginn 9.október verður sameiginlegur dagur hjá úrvalshópnum, afrekshópnum og landsliðinu. Viljum við flétta öllum saman í skemmtilega dagskrá. Margir eru í fleiri en einum hóp og viljum við þjappa  öllum hópunum betur saman. Komið verður saman í Laugardalnum og mæting í ÍSÍ um morguninn klukkan 9:30. Margir fyrirlestrar í boði og skemmtileg hreyfing.
 
Nánari upplýsingar um þennan dag verða sendar á þá aðila sem eru í þessum hópum á næstunni. Við viljum minna á þennan dag og hvetjum þjálfara og þá sem eru að vinna í kringum þessa hópa að stuðla að því að þeirra einstaklingar mæti og taki þátt.  

FRÍ Author