Tillaga FRÍ að liði Íslands sem fer á ÓL í Ríó

Frestur til að ná lágmarki rann út í gær, 11. júlí, en því miður tókst fleiri íþróttamönnum ekki að ná tilskildum lágmörkum. Ísland á rétt á einu sæti fyrir karlkyns keppanda án lágmarka á leikunum. Stjórn FRÍ hefur nú fengið staðfestingu IAAF á að Guðni Valur Guðnason kringlukastari úr ÍR hljóti sæti á leikunum. Á stjórnarfundi í gær var einnig staðfest tillaga að fylgdarlið þessara þriggja glæsilegu íþróttamanna verði þjálfarar þeirra þeir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, Terry McHugh þjálfari Ásdísar og Pétur Guðmundsson, þjálfari Guðna Vals. Þessar tilnefningar bíða lokastaðfestingar ÍSÍ.
 

FRÍ Author