Frjálsíþróttafólk ársins

Jamaíkumaðurinn Bolt, sem kjörinn var í fyrra,  bætti heimsmeistaratitlum í 100 og 200 metra hlaupum við ólympíumeistaratitla sína og Eþíópíumaðurinn Bekele gerði það sama í 5000 og 10000 metra hlaupum. Auk þeirra eru tilnefndir bandaríski spretthlauparinn Tyson Gay, ástralski stangarstökkvarinn Steve Hooker og norski spjótkastarinn Andreas Thorkildsen.

Jelena Isinbayeva og Sanya Richards eru á meðal þeirra fimm íþróttamanna sem tilnefndir hafa verið sem frjálsíþróttamenn ársins 2009 í kvennaflokki. Ólympíumeistarinn Isinbayeva varð af gullverðlaunum á HM í sumar en bætti eigið heimsmet í stangarstökki á árinu og stökk yfir 5,06 metra. Hún var valin frjálsíþróttakona ársins 2008. Sanya Richards varð einnig heimsmeistari á árinu í 400 m hlaupi og vann þá til gullverðlauna í fyrsta sinn á stórmóti þrátt fyrir að hafa mikla yfirburði mörg undanfarin ár. Auk þeirra eru tilnefndar nýsjálenski kúluvarparinn Valeria Vili, króatíski hástökkvarinn Blanka Vlasic og pólski sleggjukastarinn Anita Wlodarczyk. Kjörinu verður lýst í Mónakó 22. nóvember.

Tekið af ruv.is
 

FRÍ Author