Frjálsíþróttadeildir Ármanns og ÍR fá úthlutað úr Afrekskvennasjóði ÍSÍ og Íslandsbanka

Frjálsíþróttadeildum ÍR og Ármanns var úthlutað sitthvorri kr. 1.000.000 vegna Ólympíuverkefna sinna, en þetta er í fimmta sinn úthlutað er úrsjóðnum.
 
Í fréttatilkynningu segir að bæði félög séu með markvissa afreksáætlun í gangi sem miðar að því að koma þeirra afrekskonum á Ólympíuleikana í London 2012 og ná þar góðum árangri. Í hópunum eru sem stendur sex landsliðskonur sem allar setja stefnuna á leikana 2012. Ennfremur að íþróttakonunum í hópnum sé tryggð hágæða þjálfun og besta mögulega aðstaðan og aðstæður til æfinga og keppni hérlendis sem erlendis. Teymi sérhæfðra þjálfara og ráðgjafa skipuleggur og heldur utan um þjálfun íþróttakvennanna. Í Ólympíuhóp Ármanns eru þær Ásdís Hjálmsdóttir og Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Hjá ÍR eru það þær Hulda Þorsteinsdóttir, Jóhanna Ingadóttir, Kristín Birna Ólafsdóttir og Sandra Pétursdóttir sem skipa hópinn.
Share on FacebookShare on Google+Tweet about this on TwitterShare on LinkedIn

FRÍ Author