Frjálsíþróttablaðið kom út í dag

1. tbl. af Frjálsíþróttablaðinu á þessu ári kom út í morgun og var því dreift með Morgunblaðinu í dag.
Þetta er fimmta útgáfuár Frjálsíþróttablaðsins, en gefin hafa verið út 1-2 tbl. á ári síðan 2004.
Blaðið er 24 síður og kennir þar ýmissa grasa að þessu sinni m.a. er mikil umfjöllun um ólympíuþátttöku frjálsíþróttafólks fyrr og nú. Ritstjóri blaðsins að þessu sinni er Jónas Egilsson fyrrverandi formaður FRÍ.
 
Svo er bara að tryggja sér eintak af Morgunblaðinu í dag, en Frjálsíþróttablaðinu verður dreift bæði til áskrifenda og í lausasölu. Hjálagt er mynd af forsíðu Frjálsíþróttablaðsins, en hana prýða ólympíuþátttakendur okkar í Peking, þau
Ásdís Hjálmsdóttir, Bergur Ingi Pétursson og Þórey Edda Elísdóttir.
 
Frjálsíþróttasambandið vill koma á framfæri einni leiðréttingu vegna greinar á bls. 6 í blaðinu, þar sem fjallað er um þátttöku Íslendinga á Ólympíuleikunum frá upphafi. Þar er sagt að Jón Þ. Ólafsson hafi stokkið 2,03 metra í hástökki á leikunum í Mexikó 1968, en rétt er að Jón stökk 2,06 metra.

FRÍ Author