Fríða Rún vann gullið og Sigurður með brons á EM

Fríða Rún Þórðardóttir ÍR vann til gullverðlauna á EM 35 ára og eldri í Ancona á Ítalíu í morgun. Fríða keppti þá í flokki 35-39 ára í 5 km víðavangshlaupi og sigraði hún með nokkrum yfirburðum, en hún kom í mark á 19:18 mín og var rúmlega mínútu á undan næstu konu í mark. Fríða er því komin með gull- og silfurverðlaun á mótinu, en hún varð í öðru sæti í 3000 m hlaupi í gær. Fríða tekur einnig þátt í 1500 m hlaupi á mótinu um helgina.
 
Sigurður Haraldsson Leikni Fáskrúðsfirði keppti í morgun í kúluvarpi í flokki 80-84 ára og vann til bronsverðlauna með því að varpa 3 kg kúlunni 10,11 metra.

FRÍ Author