Fríða Rún og Þorbergur Ingi íslandsmeistarar í 5000 og 10.000m

Meistaramót Íslands í 5000m hlaupi kvenna og 10.000m hlaupi karla fór fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi.
Fríða Rún Þórðardóttir ÍR varð íslandsmeistari í 5000m hlaupinu, en hún hljóp á 18:36,74 mín. Í öðru sæti varð Hrönn Guðmundsdóttir ÍR á 20:00,99 mín og Eva Margrét Einarsdóttir Ármanni varð í þriðja sæti á 20:02,73 mín.
Þorbergur Ingi Jónsson Breiðabliki varð íslandsmeistari í 10.000m hlaupi karla og 33:00,02 mín. Í öðru sæti varð Haraldur Tómas Hallgrímsson FH á 34:38,33 mín og í þriðja sæti varð Sigurður Böðvar Hansen ÍR á 34,40,97 mín. Þorbergur Ingi bætti sinn besta árangur frá árinu 2006 um 18 sek. og Haraldur Tómas, sem er 18 ára, bætti sinn besta árangur um 1 mín og 15 sek. frá sl. ári.
 
Í flokki 40-49 ára sigruðu þau Hrönn Guðmundsdóttir ÍR og Jón Jóhannesson ÍR, Jón hljóp á 39:00,75 mín.
 
Heildarúrslit eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.

FRÍ Author