Fríða Rún með þriðju verðlaunin á EM, silfur í 1500 m

Fríða Rún Þórðardóttir ÍR tryggði sér sín þriðju verðlaun á EM 35 ára og eldri í morgun, þegar hún varð í öðru sæti í 1500 m hlaupi í flokki 35-39 ára. Fríða Rún hljóp á 4:47,49 mín og var aðeins 1 sek. á eftir sigurvegaranum, en það var sama kona og var einnig á undan henni í 3000 m á fimmtudaginn. Mótinu líkur í dag, en Fríða Rún vann ein gullverlaun og tvenn silfurverðlaun á mótinu, sem er frábær árangur hjá henni, ekki síst í ljósi þess að hún er á elsta ári í aldursflokknum, verður 39 ára á þessu ári.
 
Ekki hafa borist fréttir af því hvernig Jón H. Magnússyni og Sigurði Haraldssyni gekk í sínum greinum í dag, en þeir áttu eftir að keppa í kringlukasti og lóðkasti.

FRÍ Author