Fríða Rún með silfur í 3000 m á EM 35 ára og eldri

Fríða Rún Þórðardóttir ÍR náði öðru sæti í 3000m hlaupi á EM 35 ára og eldri innanhúss, sem hófst í gær í Ancona á Ítalíu.
Fríða hljóp á 10:19,50 mín og var aðeins rúmlega tveimur sek. á eftir sigurvegaranum í hlaupinu, Paolu Tiselli frá Ítalíu, en hún sigraði á 10:17,28 mín. Fríða keppir í yngsta aldursflokknum á mótinu, 35-39 ára.
Fríða keppir einnig í 1500m og 5000m víðavangshlaupi á mótinu, sem stendur frá á sunnudag.
 
 
Þrír íslenskir keppendur taka þátt í EM öldunga innanhúss að þessu sinni, en auk Fríðu taka þeir Jón H. Magnússon ÍR, sem keppir í lóðkasti og kringlukasti í flokki 70-74 ára og Sigurður Haraldsson Leikni Fáskrúðsfirði, sem keppir í kúluvarpi, kringlukasti og lóðkasti í flokki 80-84 ára.
 
Heimsíða mótsins er: www.ancona.evaci2009.com

FRÍ Author