FRÍ óskar eftir umsóknum í starf verkefnisstjóra landsliðsmála

Frjálsíþróttasamband Íslands óskar eftir að ráða verkefnastjóra landsliðsmála í tímabundin verkefni frá 15. apríl til 1. júlí 2009.
Leitað er að metnaðarfullum og sjálfstæðum einstaklingi til að sjá um undirbúning og stjórn landsliðs Íslands á Smáþjóðarleikum og í Evrópubikarkeppni landsliða í júní. Verkefnastjóri mun vinna náið með Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ (ÍÞA) að eftirfarandi verkefnum:
· Gera tillögu að landsliðshópi vegna ofangreinda verkefna og legga fyrir ÍÞA til samþykktar.
· Gera tillögu að vali á landsliði Íslands fyrir Smáþjóðarleikana á Kýpur 1.-6. júní og fyrir Evrópubikarkeppni landsliða í Sarajevo 20.-21. Júní og leggja fyrir ÍÞA til samþykktar.
· Vera í sambandi við félög/þjálfara og landsliðsfólk.
· Halda fundi og samæfingar fyrir verkefnin t.d. boðhlaupssveita í samráði við ÍÞA.
· Fara sem yfirþjálfari landsliðsins í bæði ofangreind verkefni.
· Vera í forsvari fyrir Landslið Íslands gagnvart fjölmiðlum.
 
Áhugasamir skulu senda umsókn um starfið til skrifstofu FRÍ fyrir 31. mars nk. á netfangið fri@fri.is
 
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál milli aðila.

FRÍ Author