FRÍ leitar að verkefnastjóra unglingamála

Frjálsíþróttasamband Íslands óskar eftir að ráða verkefnastjóra unglingamála frá 1. Janúar 2009.
• Leitað er að metnaðarfullum og sjálfstæðum einstaklingi sem hefur mikinn áhuga á að vinna að
framgangi unglingamála fyrir FRÍ.
• Þarf að hafa reynslu af þjálfun og menntun á sviði íþrótta og eða stjórnunar.
• Ekki er farið fram á að verkefnastjóri sé með fasta viðveru á skrifstofu.
• Um ræðir u.þ.b. 50% starfshlutfall.
• Launakjör skv. samkomulagi milli aðila.
 
Áhugasamir skulu senda umsókn um starfið, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu
til skrifstofu FRÍ fyrir 15. desember nk. á netfangið fri@fri.is

FRÍ Author