FRÍ heldur Kids Athletics námskeið í janúar

Fyrsta stigið, sem kallast Kids Athletics eða Krakkafrjálsar, byggir á blöndu íþrótta við leiki og miðar að því að gefa öllum þátttakendum að reyna sig og vera með, samhliða sem þau fá góða þjálfun. Það er m.a. gert með því að kröfur til þátttakenda eru lagaðar að getu hvers og eins. Þátttakendum er skipað í hópa sem keppa sín í milli, ein liðsmenn þurfa líka að leggja sig fram fyrir sitt lið þar sem frammistaða allra telur með. Þetta er því e.k. sambland af einstaklings- og liðakeppni sem gerir þátttöku áhugaverða og skemmtilega fyrir hvern og einn. Samhliða er lögð áhersla á að styrkja félagsleg tengsl á milli barnanna, þar sem börnin sjálf geta tekið þátt í undirbúningi og framkvæmd keppninnar og æfinga.
 
Námskeiðið verður haldið í tvennu lagi, fyrri hlutinn helgina 8. – 10. janúar nk. og sá síðari 9. – 11. apríl nk.
 
Námskeiðsgjöld verða 25.000- kr. per mann, eða 12.500- kr. fyrir hvora helgi. Þess ber að geta að þátttakendur eiga möguleika á niðurgreiðslu frá viðkomandi stéttarfélagi vegna námskeiðsgjalda.
 
Skráningar á námskeiðið verða í gegnum póstfangið fri@fri.is
  
 

FRÍ Author