FRÍ hefur ráðið Kareni Ingu Ólafsdóttur verkefnisstjóra unglingamála

FRÍ hefur ráðið Kareni Ingu Ólafsdóttur verkefnisstjóra unglingamála hjá sambandinu. Gengið var frá ráðningu hennar í dag og tekur hún þegar til starfa. Karen Inga er 32 ára og útskrifaðist sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni árið 2003. Karen Inga flutti heim til Íslands frá Danmörku fyrir skömmu og er búsett í Vestmannaeyjum.
 
Karen hefur hefur starfað sem frjálsíþróttaþjálfari hér heima og í Svíþjóð og Danmörku frá 17 ára aldri, auk íþróttakennslu. Karen Inga er ráðin í 50% hlutastarf hjá FRÍ til að halda utan um unglingamálefni sambandsins
m.a. úrvals- og afrekshóp unglinga 15-22 ára.
 
Karen Inga er boðin velkomin til starfa fyrir sambandið, en fyrsta verk hennar er að fylgjast með unglingunum í keppni á Meistaramóti unglinga 15-22 ára, sem fram fer í Laugardalshöllinni um helgina.

FRÍ Author