Fréttir og úrslit í 1. maí hlaupum gærdagsins 5

I 4 km hlaupi kom Elvar Örn Sigurðsson fyrstur í mark á 14:43, annar var Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson á 14:57 og þriðji var Guðmundur Otti Einarsson á 15:03. Fyrst kvenna var Arna Björg Jónasardóttir á 17:35, önnur var Stefanía Sigmundsdóttir á 19:19 og þriðja var Svanhildur Karlsdóttir á 20:48. Bjartmar Örnuson var fyrstur í 10 km hlaupi, en hann hljóp á 34:40, annar var Bjarki Gíslason á 39:59 og þriðji var Halldór Halldórsson á 41:06. Sigríður Einarsdóttir var fyrst kvenna á 41:52, önnur var RannveigOddsdóttir á 46:56 og þriðja var Arnfríður Kjartansdóttir á 51:31.

Heildarúrslit eru að finna á heimasíðu UFA; www.ufa.is
 
20. Olís hlaup Fjölnis fór fram í Grafarvogi við frábærar aðstæður. Sigurvegararnir frá því í fyrra komu með bikarana og fóru með þá aftur. Stefán Sigtryggson og Íris Anna Skúladóttir sigruðu í karla og kvennaflokki í 10 km. hlaupinu. Í 1,8 km. hlaupinu hlaupinu kom Sveinn Elías Elíasson í mark á 6,49 og fast á hæla hans kom Bjarni Örn Kristinsson á 6,51. 107 luku keppni í 1,8 km hlaupinu og 37 í 10 km.
Heildarúrslit eru að finna á heimasíðu Fjölnis; www.fjolnir.is
 
Þá fór annað Hérahlaup Breiðabliks fór fram í Kópavogsdal í einstakri veðurblíðu, sól og hægum vindi.
Keppt var í 5 og 10 km hlaupi og var boðið uppá "héraþjónustu" í hlaupinu. Hérarnir voru alls sjö að tölu og boðið var upp á að hlaupa á eftir þeim á eftirfarandi hraða: 3:30, 3:45, 4:00, 4:30, 5:00, 5:30 og 6:00 mínútum per kílómetra.
Sigurvegari í 10 km karla varð Valur Þórsson á 35,07 mín og Eva Einarsdóttir sigraði í kvennaflokki á 41,00 mín. Í 5 km karla sigraði Haraldur Tómas Hallgrímsson á 17,06 mín og Hrönn Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki á 20,26 mín. 40 manns luku keppni í 10 km og 29 í 5 km.
Heildarúrslit eru að finna á heimasíðu Breiðabliks; www.breidablik.is

 

FRÍ Author