Fréttir frá Trabzon

Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti sig í 100m hlaupi þegar hann hljóp á 11,08 (v 1,5) í löglegum vindi og varð í 20 sæti af 30 keppendum.  Hann keppir í 200m hlaupi í dag kl. 16:40 að staðartíma.
 
Dóróthea Jóhannesdóttir náði sér ekki á strik í þrístökkinu þegar hún stökk 11,38 en hún keppir einnig í 200m hlaupi sem er í dag kl. 16:20 að staðartíma.
 
Sindri Hrafn Guðmundsson keppti í hástökki og stökk 1,85 en það þurfti að stökkva 1.90 til að komast inn í úrslit.  Þetta er ársbesta hans í ár.  Hann keppir í spjótkasti 28/7 kl. 12:30 að staðartíma.
 
Arna Stefanía keppir í langstökki 28/7 kl. 12:30 að staðartíma. 
 
Flokkstjóri ferðarinnar er Oktavía Edda Gunnarsdóttir. 

FRÍ Author