Fréttir af seinni degi MÍ

Óðinn Björn Þorsteinsson, FH,  sigraði í kúluvarpi með 18,51 m, Mark W Johnson, ÍR, sigraði í stangarstökki með 5,10 m, Trausti Stefánsson, FH,  sigraði í 200 m hlaupi á 21,89 sek og náði þar  með þrennu í spretthlaupunum, Kristinn Þór Krinstinsson, HSK/UMF Selfoss, sigraði í 800 m hlaupi á 1:55,15 mín, Þórarinn Örn Þrándarson, Ármanni,  sigraði í 5.000 m hlaupi á 15:15,01 mín eftir harða keppni við Þorberg Inga Jónsson, ÍR. Þórarinn sigraði þá þrefalt, 1500 m, 5000m og 10.000 m hlaup (fór fram 2.júní sl.).  Í kvennaflokki bar hæst að Hafdís Sigurðardóttir, UFA, sigraði í 200 m hlaupi á 24,35 sek og varð þar með þrefaldur sigurvegari á mótinu, Jóhanna Ingadóttir, ÍR, sigraði í þrístökki með 12,20 m, Fjóla Hannesdóttir, HSK/UMF Selfoss, sigraði í 400 m gr. á 59,62 sek og í hástökki með 1,66 m og náði þar með þremur sigrum á mótinu og Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Fjölni, sigraði í 3.000 m á 10:16,46 mín.

Í mótslok afhenti formaður FRÍ, Jónas Egilsson, verðlaun fyrir bestu afrek mótsins og sigurlaun í stigakeppni félaga. Besta afrek kvenna vann Ásdís Hjálmsdóttir með 60,54 m í spjótkasti (1.067 stig) og besta afrek karla vann Óðinn Björn Þorsteinsson, FH, með 18,51 m í kúluvarpi (1.032 stig). ÍR sigraði í stigakeppni í karlaflokki með 25.618 stig, FH sigraði í stigakeppni í kvennaflokki með 18.973 stig og ÍR varð sigurvegari samanlagt með 42.958 stig.

FH hlaut flest gullverðlaun á mótinu en annars var skipting á efstu félög eftirfarandi (gull-silfur-brons): FH 11-8-4, ÍR 9-15-10, HSK/UMF Selfoss 4-5-6, UFA 3-4-2, Breiðablik 3-3-6,  Ármann 3-0-0 og Fjölnir 2-0-1.

Myndina með fréttinni tók Hjörtur Stefánsson

FRÍ Author