Frestun á MÍ 15-22 ára

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fresta Meistaramóti Íslands 15-22 ára sem átti að fara fram 16.-17.janúar um óákveðinn tíma. 

Mótaskrá innanhúss tímabilsins er vissulega í uppnámi og því er mikilvægt að félög, íþróttamenn og allir þeir sem koma að frjálsíþróttamótum séu meðvitaðir um það að mótum gæti verið frestað með stuttum fyrirvara.

Stefnt er að því að koma með nánari upplýsingar varðandi mótaskrána eftir að tilkynnt hefur verið um nýjar samkomutakmarkanir í næstu viku.