Framfarahlaup Melabúðarinnar

 Hlaupnar verða þrjár vegalengdir 400m í flokki 8 ára og yngri, 800m í flokki 9-10 ára og 1200m í 11-12 ára flokki. Stelpur og strákar í hverjum aldursflokki hlaupa saman en verðlaun verða aðskilin. Allir keppendur fá viðurkenningarskjal, áritað af Kára Steini Karlssyni marþonhlaupara og Ólympíufara. Þrjár fyrstu stúlkur og þrír fyrstu strákar í hverjum aldursflokki fá verðlaunapening auk þess sem útdráttarverðlaun verða dregin út að hlaupi loknu.Tími verður tekinn á öllum keppendum og birtast úrslit á www.hlaup.com en þar fer einnig fram skráning keppenda þar til á miðnætti 16. júlí. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum frá kl. 16:30 og þar til 20 mínútum fyrir hlaup en þátttaka er ókeypis.

Að hlaupi loknu verður boðið upp á léttar veitingar í boði Melabúðarinnar sem er aðal styrktaraðili hlaupsins.

 

Ábyrgðarmaður hlaupsins er Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Framfara – hollvinafélags millivegalengda- og langhlaupara. fridaruner@hotmail.com   GSM: 898-8798 en stjórn Framfara þau Gunnar Páll Jóakimsson, Þórunn Rakel Gylfadóttir og Stefán Guðmundsson stendur fyrir viðburðinum.

FRÍ Author