Frægar kempur hittast

Ómar Ragnarsson mætti á staðinn og sagði skemmtilegar sögur eins og hans er von og vísa og ýmsir aðrir tóku til máls. Þá komu ýmsir með gömul myndaalbúm og bækur um frjálsíþróttir. Þetta voru miklir fagnaðarfundir hjá mörgum sem jafnvel höfðum ekki sést eða hist í marga áratugi. Fram kom í máli bæði Jóns Þ. Ólafssonar og Jónasar Egilssonar formanns FRÍ að fullt tilefni væri til að efna til fleiri funda af þessu tagi og vill sambandið leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að svo megi vera. Magnús Jakobsson fyrrverandi formaður FRÍ rakti í stuttu máli mun á umfangi Frjálsíþróttasambandsins og hreyfingarinnar í heild sinni nú og á þeim tíma þegar flestir viðstaddra voru á hátindi síns keppnisferils.
 
Á myndinni sem Hafsteinn Óskarsson tók, eru t.v. Elísabet Brand, Páll Eiríksson, Vilhjálmur Einarsson, Friðleifur Stefánsson, Þórarinn Arnórsson (standandi), Tómas Árnason, Kristleifur Guðbjörnsson og fjær Linda Ríkharðsdóttir og María Hauksdóttir.

FRÍ Author