Frábærum fyrri degi NM 19 ára og yngri lokið

Eins og sjá má á úrslitum dagsins þá hafa krakkarnir okkar staðið sig með prýðum úti á NM 19 ára og yngri. Við eignuðumst Norðurlandameistara í 800m ungkvenna og hún aðeins 15 ára gömul. Fengum eitt brons í 400m grindahlaupi ungkvenna. Nokkur aldursflokkamet féllu og margir að bæta sinn persónulega árangur.
Unnur fararstjóri heldur vel utan um hópinn og hún segir að það sé góður andi í hópnum og mikil stemmning. Það verður gaman að sjá hvernig mun ganga á morgun. Keppnin byrjar aftur á morgun klukkan tólf á staðartíma eða klukkan 10 á okkar tíma. Þau senda bestu kveðjur heim til Íslands.

FRÍ Author