Umfjöllunarefni þessarar ráðstefnu var um frjálsíþróttafélög, starfsemi þeirra og hvernig er hægt að styrkja þennan þátt í frjálsíþróttastarfseminni. Þetta er í fyrsta sinn sem EAA býður til ráðstefnu um þetta málefni.
Þátttakendur voru um 120 frá 45 aðildarþjóðum sambandsins. Frá Íslandi voru auk Þórdísar þau Benóný Jónsson varaformaður FRÍ og Súsanna Helgadóttir stjórnarmaður úr frjálsíþróttadeild FH.
Auk Þórdísar var m.a. fyrrum heims- og Evróumeistari í 1500 m hlaupi, Steve Cram með erindi.