Frábær og spennandi dagur að baki á EM

Aníta Hinriksdóttir lagði allt í sölurnar í úrslitahlaupi 800m hlaupsins. Hún hljóp óhrædd með hópnum sem fór í gegnum fyrri hringinn á 58,4 sek en undanfarið hefur millitími Anítu verið um 60 sek. Það var því ljóst strax í upphafi að hlaupið yfrði mjög hratt enda allt lagt í sölurnar. Aníta fylgdi hópnum mjög vel þar til 150 m voru eftir en fór þá aðeins missa af þeim og jókst það bil síðustu 100m en hún kom í mark í 8. sæti á 2:02,55 mín en hlaupið vannst á 1:59,70 mín. Besti tími Anítu til þessa hefði nægt í 4.-5. sætið en til þess að komast á pall hefði hún þurft að setja nýtt Íslandsmet eða vera alveg við það. Frábær árangur hjá Anítu en nú tekur við loka undirbúningurinn fyrir Ólympíuleikana í Ágúst.
 
Ásdís Hjálmsdóttir náði frábæru opnunarkasti í spjótkastskeppninni sem kom henni í 8 kvenna úrslit. Hún hitti ekki alveg á það í síðustu 3 köstunum rétt eins og margar aðrar og endaði Ásdís í 8. sæti sem er mjög, mjög flottur árangur. Hún kastaði lengst 60,37 m og var aðeins 2 cm frá 7. sætinu. Tvö landsmet voru sett í keppninni sú frá Hvíta Rússlandi sem sigraði keppnina sem og sú króatíska sem varð í 3. sæti. Samt voru margar sem ekki náðu að finna sig í dag þar má meðal Sportakova sem hefur lengi verið fremst meðal jafningja í spjóti kvenna.
 
Arna Stefanía Guðmundsdóttir hljóp vel í undanúrslitum 400m grindahlaupsins en kom 8. í mark örstutt frá sínum besta árangri sem hún náði í gær og sýnir það styrk hennar að geta hlaupið svo hratt tvo daga í röð. Hún sýndi mikla hörku og hugrekki rauk af stað og var ekkert að bera virðingu fyrir keppninautunum. Hún endaði 18. af 24 keppendum í dag en hefði þurft að hlaupa á 56,05 sek og undir ÓL lágmarki til að komast í úrslitahlaupið sem fram fer á morgun. Norska stúlkan setti norskt met og 2 stúlkur bættu sinn besta árangur sem sýnir hversu öflugt þetta hlaup var.
 
Hafdís Sigurðardóttir keppti í dag í langstökkskeppni í Amsterdam og stökk 6.62 m, setti nýtt Íslandsmet og er aðeins 8 cm frá Ólympíulagmarkinu.
 
Frábær árangur hjá þessu flottu íslensku frjálsíþróttakonum sem við erum mjög stolt af.

FRÍ Author