Jóhanna Ingadóttir ÍR var með frábæra seríu í langstökki á Landsmóti UMFÍ fyrr í dag.. Best stökk hún 6,32 m, en öll stökk hennar voru um sex metra. Því miður var meðvindur of mikill til að árangur í kepnninni hennar fengist staðfest sem Íslandsmet, en meðvindur var of mikill í öllum tilraunum hennar.
Hafdís Sigurðardóttir HSÞ sem varð í 2. sæti átti einnig góða stökkseríu, en eins og hjá Jóhönnu var meðvindur of mikill, eða yfir 2m/sek. Alls stukku fimm keppendur yfir fimm metra í mótinu sem sýnir mikla breidd í greininni.
Öll úrslit mótsins í frjálsíþróttum er að finna á mótaforriti FRÍ og nánari umfjöllun á heimasíðu Landsmótsins og UMFÍ.