FRI.is
04. október 2016

Nýtt Íslandsmet hjá Vigdísi

Nýtt Íslandsmet hjá Vigdísi
Vigdís Jónsdóttir úr FH gerði sér lítið fyrir og bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti í gærkveldi á síðasta mótinu sem hún keppti á þetta árið. Vigdís kastaði sleggjunni 58,79 metra og bætti eigið met sem hún setti 15.júní um 23 sentímetra.  Hún náði metkastinu í sjöttu og síðustu tilraun á mótinu sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði. Innilega til hamingju Vigdís með þennan frábæra árangur!
meira >>
01. október 2016

Frábæru sumri í frjálsum íþróttum fagnað

Frábæru sumri í frjálsum íþróttum fagnað
Uppskeruhátíð Frjálsíþróttasambands Íslands var haldin í gær þar sem góðum árangri sumarsins var fagnað, þar á meðal fimm íslandsmetum. Í sumar bættu þrjár frjálsíþróttakonur eigin Íslandsmet, Vigdís Jónsdóttir í sleggjukasti, Hafdís Sigurðardóttir í langstökki og Aníta Hinriksdóttir í 800 metra hlaupi. Þá sló Ari Bragi Kárason 19 ára gamalt met Jóns Arnars Magnússonar í 100 metra hlaupi og að lokum setti Ásdís Hjálmsdóttir Íslandsmet í kúluvarpi innanhúss. Sló þar með 34 ára gamalt met Guðrúnar Ingólfsdóttur. 
meira >>
29. september 2016

Uppskeruhátíð FRÍ á föstudaginn

Uppskeruhátíð FRÍ á föstudaginn
Eftir frábært frjálsíþróttasumar er komið að því að fagna og eiga góða stund saman. Gerum það á milli kl. 17-19 á föstudaginn á Hótel Cabin í Borgartúni 32. Aðgangur ókeypis, en sendu póst á fri@fri.is til að láta vita að þú mætir.
meira >>
29. september 2016

Sýnum karakter - Ráðstefna 1.október

Sýnum karakter - Ráðstefna 1.október
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hafa upp á síðkastið unnið saman að verkefninu Sýnum karakter, sem er nýjung í íþrótta- og þjálfaramálum á Íslandi. Verkefnið Sýnum karakter er hugsað sem verkfæri fyrir þjálfara til að hlúa að og efla andlega og félagslega þætti hjá börnum og unglingum. Mikilvægi þjálfarans er sett í fókus. Í tengslum við verkefnið standa ÍSÍ og UMFÍ fyrir ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. október næstkomandi. 
meira >>

Eldri fréttir

Eldri