FRI.is
02. desember 2016

Aðventumót FH - Þrautabraut fyrir 1-4 bekk

Á morgun laugardag verður haldið Aðventumót FH í Kaplakrika. Um er að ræða þrautabraut fyrir 1-4 bekk og hefst keppni klukkan 11. Hvetjum alla frjálsíþróttakappa á þessum aldri til að mæta. 
  
 
 
meira >>
17. nóvember 2016

Fjölmennt frjálsíþróttamót um helgina í Laugardalshöll

Fjölmennt frjálsíþróttamót um helgina í Laugardalshöll
Það verður líf og fjör í Laugardalshöll á laugardaginn þegar Silfurleikar ÍR fara fram. Þegar eru skráðir rúmlega sexhundruð keppendur til leiks og má búast við spennandi keppni. Silfurleikar voru fyrst haldnir árið 1996 og hétu þá Haustleikar ÍR. Nafninu var breytt árið 2006 til að minnast þess að 50 ár voru þá liðin frá því að ÍR-ingurinn Vilhjálmur Einarsson vann silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu.
 
 
 
meira >>
08. nóvember 2016

Gaflarinn 2016

Síðastliðinn laugardag 5. nóvember fór fram í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika árlegt barna- og unglingamót FH, Gaflarinn. Keppendur á mótinu voru alls 199 frá 19 félögum. 
 
meira >>
03. nóvember 2016

Ingunn Einarsdóttir afrekskona í frjálsíþróttum látin

Ingunn Einarsdóttir afrekskona í frjálsíþróttum látin

Ingunn Einarsdóttir ein fyrsta afrekskona okkar í frjálsíþróttum er látin eftir erfið veikindi aðeins 61 árs að aldri. Hún var búsett í Hollandi þar sem hún rak nuddstofu um árabil.

meira >>

Eldri fréttir

Eldri