FRI.is
21. ágúst 2016

Bikarkeppni 15 ára og yngri er nú lokið á Laugardalsvelli

Keppni er nú lokið í Bikarkeppni 15 ára og yngri sem fram fór á Laugardalsvelli í dag, 21. ágúst. Lið HSK A varð í fyrsta sæti með 185,5 stig en lið ÍR A hafnaði í 2. sæti með 184 stig aðeins 1 1/2 stigi á eftir HSK eftir harða og jafna keppni.  Piltalið ÍR A sigraði lið HSK A með 2 stiga mun,  95 stig á móti 93 stigum. Stúlknalið HSK A sigraði stigakeppnina með 92,5 stig en lið ÍR A hlaut 89 stig. Bæði liðin hlutu jafn marga bikarmeistaratitla eða 4 talsins. Lið UMSE/UFA varð í 3. sæti með 161 stig en þeir hlutu 5 sigra samtals.
meira >>
21. ágúst 2016

Guðni Valur Guðnason sigraði á Norðurlanda-Baltic mótinu

Annar Norðurlanda-Baltic meistaratitill í höfn hjá Íslendingum en Guðni Valur Guðnason sigraði í kringlukasti með 61,01m. 
meira >>
21. ágúst 2016

Norðurlanda-Baltic Meistaramótið í Finnlandi, Arna Stefanía með gull.

Norðurlanda-Baltic meistaramótið í flokki 20-22 ára fer nú fram í Espoo í Finnlandi. Arna Stefanía Guðmundsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í 400m grindahlaupi og Hilmar Örn Jónsson varð í 2. sæti í sleggjukasti.
meira >>
21. ágúst 2016

Íslandsmeistarar í Maraþoni

Íslandsmeistaramótið í Maraþonhlaupi fór fram samhliða Reykjavíkur Maraþoni í gær og urðu þau Arnar Pétursson ÍR og Sigrún Sigurðardóttir Íslandsmeistarar 2016
meira >>

Eldri fréttir

Eldri