Forsætis- og menntamálaráðherra taka við fyrstu miðum happdrættis frjálsíþróttahreyfingarinnar

Hausthappdrætti frjálsíþróttahreyfingarinnar í landinu er ætlað að skapa aukið svigrúm fyrir félög innan FRÍ um allt land til að mæta auknum áhuga ungs fólks til ástundunnar og keppni í frjálsum. Kostnaður félaga sem bjóða upp á tæki, áhöld og þjálfun í öllum íþróttagreinum og á öllum getustigum er óvíða meiri en í frjálsíþróttum. 
 
Frjálsíþróttahreyfingin vonast til þess að þátttaka almennings í happdrættinu verði góð og verkefnið skili frjálsíþróttahreyfingunni auknum tækifærum til að mæta nýju vori í frjálsum og nái að skapa umhverfi til ástundunar og framfara fyrir iðkendur í öllum íþróttagreinum á öllum getustigum.
Frjálsíþróttahreyfingin í landinu þakkar ríkisstjórn Íslands hlýhug í verki og aukin skilning á umfangi þess að starfrækja frjálsíþróttastarf í landinu sem mætt getur þörfum iðkenda og markmiðum þeirra um framfarir á öllum getustigum.
 
Á myndinni sem eru t.v. Þórey Edda Elísdóttir, verkefnisstjóri landsliðsmála FRÍ, Jónas Egilsson formaður FRÍ, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Sigmundur Davíð Gunnarsson forsætisráðherra, Guðmundur Sverrisson ÍR, Haraldur Einarsson Árm. og Óðinn Björn Þorsteinsson FH, þeir ásamt Þóreyju afhentu ráðherrunum boðhlaupskefli í íslensku fánalitunum með miðunum í

FRÍ Author