Flottur árangur hjá Kolbeini Heði um helgina

Kolbeinn Höður Gunnarsson FH keppti á Joe Walker Invitational í Mississippi um helgina.  Á föstudeginum hljóp hann 200 m og var nálægt því að bæta Íslandsmetið, varð í 3. sæti á tímanum 20,99 sek. Kolbeinn var aðeins 2/100 frá Íslandsmetinu, sem hann setti um síðustu helgi. Á laugardaginn keppti hann í 100 m hlaupi og var svo óheppinn að vera í eina riðlinum sem fékk mótvind í 100m hlaupinu. Kolbeinn varð sjöundi á 10,90 sek. Ljóst er að Kolbeinn er til alls líklegur í sumar.

Úrslit