Flottur árangur á NM í víðavangshlaupum

Fjórir Íslendingar tóku þátt í Norðurlandamótinu í víðavangshlaupum sem fram fór í Middelfart í Danmörku, laugardaginn 11. nóvember sl. Keppt var í fjórum flokkum á mótinu: U20 ára flokki stúlkna og pilta sem og í flokki fullorðinna í karla-og kvennaflokki.

Baldvin Þór Magnússon varð í 5. sæti í ungkarlaflokki (U20) af 64 keppendum er hann hljóp 6 km á tímanum 19:15 mínútum en hann var aðeins 26 sekúndum á eftir sigurvegaranum.

Arnar Pétursson ÍR varð í 15. sæti í karlaflokki af Norðurlandabúunum en í 29. sæti af heildarfjölda keppenda sem voru 100 talsins. Hann hljóp 9 km á tímanum 31:46 mín og var 2:45 mínn á eftir fyrsta manni í mark.

Andrea Kolbeinsdóttir ÍR varð í 13. sæti í ungkvennaflokki (U20) af 49 keppendum, hljóp 4,5 km á tímanum 18:48 mín, 52 sek á eftir sigurvegaranum.

Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni varð 37. sæti af 50 keppendum í kvennaflokki. Hún hljóp 7,5 km á tímanum 34:30 mínútum.

Þess má geta að brautin var mjög krefjandi, en hlaupið fór mestmegnis fram á grasi sem var orðin að drullu á mörgum stöðum vegna bleytu. Mikið var af kröppum beygjum í brautinni og var hún einnig mjög hæðótt.

Frjálsíþróttasamanband Íslands óskar íslensku keppendunum innilega til hamingju með flottan árangur!

Myndin er tekin rétt eftir að Arnar Pétursson kom í mark. Aftari röð frá vinstri: Baldvin Þór, Andrea, Katrín (móðir Baldvins), Burkni (fararstjóri) og Helga Guðný. Arnar er í fremri röð.

Keppnisbrautin, hún er um 3 km að lengd.