Fleiri met féllu á 3. Jólamóti ÍR í gærkvöldi

Þrír einstaklingar bættu alls fimm aldursflokkamet á 3. Jólamóti ÍR í Laugardalshöll í gærkvöldi.
 
Bjarki Gíslason UFA bætti eigin met í þremur aldursflokkum í stangarstökki, þegar hann stökk 4,65 metra.
Þetta er nýtt met í drengja, unglinga og ungkarlaflokki, en gamla metið var aðeins rúmlega sólarhrings gamalt og var 4,61 metrar.
Þá bætti Gísli Brynjarsson Breiðabliki sveinametið um 4 sm, þegar hann stökk yfir 4,05 metra. Gamla metið átti
hann sjálfur ásamt Stefáni Árna Hafsteinssyni ÍR.
Að lokum bætti Birna Varðardóttir FH meyjamet í 3000m hlaupi um rúmlega 12 sek. þegar hún hljóp á 11:17,93 mín, en gamla metið átti Selmdís Þráinsdóttir HSÞ.
 
Heildarúrslit frá mótinu eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.

FRÍ Author